Hvað segja viðskiptavinirnir? 

Meðmæli fyrri viðskiptavina

 

Ég vil lýsa yfir mikilli ánægju minni með störf Andra Sigurðssonar sem fasteignasala. Þegar ég þurfti að selja 300 fm einbýlishús hafði ég samband við Andra og sagði hann mér að það gæti tekið langan tíma að selja svona stórt hús á þeim tíma. Ég sagði að það væri nú í góðu lagi ekkert lægi á. Hann setti inn eina auglýsingu og einni viku síðar var hann búinn að selja húsið mitt og ég fékk fyrir það sem ég var sáttur við. Einstaklega vel var staðið að allri umgjörð sölunnar og stóðst allt eins og stafur á bók.

 

Þegar ég þurfti að selja aðra fasteign um ári síðar hafði ég auðvitað samband við Andra, enda  hafði hann reynst mér einstaklega vel. Lét ég málið algjörlega í hans hendur enda treysti ég honum 100%. Hann hélt eina sölusýningu og færri fengu en vildu og eignin seldist á nokkrum dögum og söluverðið eins og ég hafði óskað eftir.  Ég hef alltaf verið hálf smeikur við að leita til fasteignasala enda ekki þurft að standa oft í því að selja fasteignir. Þekkti ég vel til Andra og hans verka og því kom ekki annað til greina en að leita til hans með mín stærstu fjármálalegu viðskipti og varð ég meira en ánægður með samskiptin mín við hann, ég var í sjöunda himni og mæli með Andra Sigurðssyni fasteignasala, enda strangheiðarlegur og einstaklega ljúfur maður sem kann sitt fag.

 

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík