top of page

Hvað segja viðskiptavinirnir? 

Meðmæli fyrri viðskiptavina

 

Ég vil lýsa yfir mikilli ánægju minni með störf Andra Sigurðssonar sem fasteignasala. Þegar ég þurfti að selja 300 fm einbýlishús hafði ég samband við Andra og sagði hann mér að það gæti tekið langan tíma að selja svona stórt hús á þeim tíma. Ég sagði að það væri nú í góðu lagi ekkert lægi á. Hann setti inn eina auglýsingu og einni viku síðar var hann búinn að selja húsið mitt og ég fékk fyrir það sem ég var sáttur við. Einstaklega vel var staðið að allri umgjörð sölunnar og stóðst allt eins og stafur á bók.

 

Þegar ég þurfti að selja aðra fasteign um ári síðar hafði ég auðvitað samband við Andra, enda  hafði hann reynst mér einstaklega vel. Lét ég málið algjörlega í hans hendur enda treysti ég honum 100%. Hann hélt eina sölusýningu og færri fengu en vildu og eignin seldist á nokkrum dögum og söluverðið eins og ég hafði óskað eftir.  Ég hef alltaf verið hálf smeikur við að leita til fasteignasala enda ekki þurft að standa oft í því að selja fasteignir. Þekkti ég vel til Andra og hans verka og því kom ekki annað til greina en að leita til hans með mín stærstu fjármálalegu viðskipti og varð ég meira en ánægður með samskiptin mín við hann, ég var í sjöunda himni og mæli með Andra Sigurðssyni fasteignasala, enda strangheiðarlegur og einstaklega ljúfur maður sem kann sitt fag.

 

Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík

Tekið af Facebook vef Andra (Andri Sig. - Löggiltur fasteignasali)

* Sigurjón Ólafsson Grandavegi, 107 Rvk. Andri sá um sölu á íbúðinni minni í Vesturbænum nýlega. Andri fór ítarlega með okkur í gegnum allt ferlið og allt frá söluskoðun að undirskrift kaupsamnings var 100%. Andri er heiðarlegur, fagmannlegur og vandvirkur.
Ég mæli svo sannarlega með Andra fyrir þá sem ætla að selja fasteign.

* Einar Viðarsson Kjerúlf Kvistavöllum, 221 Hfj. Andri er mjög góður og traustur fasteignasali og allt sem hann gerir og segir stenst 100%. Hann seldi mína eign og gerði það með stæl. Ég mæli með Andra.

* Sædís Harpa Skjaldardóttir Unufelli, 111 Rvk. Andri sá um sölunni á íbúðinni minni og ég er mjög ánægð með allt það sem hann og fasteignasalan gerðu fyrir mig og þetta tók styttri tíma en ég bjóst við.Svo TAKK KÆRLEGA FYRIR ANDRI ,ég mun benda fleirum á þessa fasteignasölu.

* Rúnar Ágúst Svavarsson Öldugranda, 107 Rvk. A
ndri sá um að selja fyrir mig fasteign í Vesturbæ Reykjavíkur. Þjónustan var allan tímann til fyrirmyndar og gerði hann langt um meira en hægt væri að ætlast til af honum. Þrátt fyrir að eignin hafi selst mjög fljótt, þá var Andri yfirvegaður allan tímann og mín upplifun að hann hefði hagsmuni mína að leiðarljósi yfir allt ferlið. Söluverðmætið var spot-on hjá honum og var hann snöggur að svara öllum fyrirspurnum meðan söluferlið stóð yfir. Til að toppa allt veitti hann mér frábæra ráðgjöf í tengslum við kaup á annarri íbúð, ótengda honum. Framúrskarandi fasteignasali!

* Ester Elín Bjarnadóttir Maríubaug, 113 Rvk. Ég mæli 100% með Andra sem fagmanni í sölu á fasteignum. Hann er jákvæður, metnaðarfullur, heiðarlegur, kann sitt fag vel og fljótur að vinna málin. Hann er snöggur að svara tölvupósi og símtölum, að mínu mati er það mikill kostur.

* Símon Geir Þorsteinsson Lækjasmára, 201 Kóp. Andri seldi fyrir mig íbúðina. Ég get með góðri samvisku mælt með Andra. Hann var mjög áhugasamur og ég gat alltaf leitað til hans ef ég hafði spurningar eða einhverja pælingu. Ef ég sendi honum e-mail þá fékk ég yfirleitt svar mjög fljótlega. Þannig ef einhver vinur eða ættingi er í söluhugleiðingum þá mun ég mæla með að þau leiti til Andra.

* Þórarinn Gunnar Birgisson Lindarbraut, 170 Seltj. Andri fær mín allra bestu meðmæli. Allt söluferlið frá upphafi til enda einkenndist af heiðarleika, vandvirkni og frábærri þjónustu. Ég hef áður leitað til Andra, bæði sem kaupandi og sem seljandi og upplifunin var sú sama; 100% þjónusta, þæginlegur í samskiptum og sanngjarn.

* Andri Már Magnason Austurbergi, 111 Rvk. Þolinmóður og almennilegur. Hann hjálpaði mér með sölu á minni fyrstu íbúð á innan við viku þegar ég vissi varla hvernig það virkaði. En hann útskýrði fyrir mér hvernig þetta virkar og er með manni 100% frá upphafi til enda. Takk fyrir. 

* Þóra Magnea Magnúsdóttir Bollagötu, 105 Rvk. Andri seldi íbúðina okkar á þremur vikum. Fagleg og góð þjónusta. Já og hann svarar öllum fyrirspurnum strax sem skipti mig miklu máli. Að auki bauðst hann til að skoða kaupsamning, sér að kostnaðarlausu, sem við höfðum gert í eignina sem við vorum að kaupa í gegnum aðra fasteignasölu.

* Andri Þór Kristinsson Baugakór, 203 Kóp. Frábær og fagmannleg vinnubrögð. Söluferli gekk eins og i sögu, topp þjónusta. Mæli klárlega með þeim. Andri Sigurðsson var 120% með þetta. Takk fyrir mig.

* Guðrún Kristín Jóhanesdóttir Hjallabrún, 810 Hveragerði. Leituðum til Andra eftir slæma reynslu af annari fasteignasölu.
Allt ferlið gekk eins og í sögu hjá honum. Hann fór vel yfir allt með okkur og útskýrði allt saman mjög vel. Hann veitti okkur 100% topp þjónustu og öll vinnubrögð fagleg. Við erum hæstánægð og mælum 100% með Andra!

* Ómar Annisius Baugakór, 203 Kóp. Mér var bent á Andra þar sem ég þekkti engan í þessum bransa og ég sé ekki eftir því að hafa valið hann. Faglegur, hjálpsamur og traustur! Þú vilt geta treyst þeim sem selur eignina þína og Andri er traustsins verður.

* Elsa Stefánsdóttir, Holtsvegi 210 Gbæ. Vil þakka Andra hjá Landmark fyrir frábæra vinnu og þjónustu við sölu á okkar íbúð en öll vinna var til mikilla fyrirmyndar. Andri er traustur, heiðarlegur og fagmennska til fyrirmyndar. Takk.

* Kristján Berg Fiskikóngur - Er ekki hægt að gefa 6 stjörnur hér. Toppmaður hér á ferð. 100% fagleg þjónusta. Ekkert til þess að kvarta yfir. Bara eitt hrós. Takk Andri.

* Herbert Guðmundsson tónlistarmaður - Algjör snillingur í fasteignum hefur leiðbeint mér og mínum og gefið þvílíkt góð ráð og leiðsögn í gegnum tíðina plús að vera drengur góður.

* Ívar Hauksson golfkennari á Spáni - Mig langar til að að mynnast á viðskipti mín við Andra Sigurðsson fasteignasala varðandi sölu fasteignar foreldra minna sem ég setti í sölu hjá honum. Andri er mikill fagmaður og allt sem hann sagði stóð eins og stafur í bók og gott betur en það. Takk kærlega fyrir þína toppvinnu í alla staði Andri og mæli ég með þér við hvern sem er hvenær sem er og hvar sem er með mestu ánægju. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af vinnu haldirðu svona áfram. Bestu kveðjur og gangi þér vel, Ívar Hauksson.

* Henný - Takk innilega fyrir. Andri sýndi mikinn áhuga á að gera það sem gæti til að selja fyrir mig. Ég mæli með honum heils hugar. Hann er alltaf við eins og segir á síðunni hans hehe. Sendi stundum email á meðan ég mundi á ótrúlegustu tímum, en fékk iðulega svar til baka stuttu seinna þó kl væri yfir tíu að kveldi. Mæli með honum.

 

* Ásmundur - Fagmaður fram í fingurgóma. Gekk frá málum hratt og örugglega. Einstök þjónustulund og heiðarlegur eins og von er og vísa. Mæli eindregið með Andra Sig.
 

bottom of page